Ferlið að lesa saman aftur og aftur

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Leiðbeiningar fyrir kennara og uppalendur
Ferlið að lesa saman aftur og aftur
"Read it again and again. A manual for educators." (shared reading)
-
[[{{{related3}}}]]
Ferlið að lesa saman aftur og aftur
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Að lesa bók í fyrsta skipti (skref 1)

Börn forvitin um bókina (skref 1)

Bók lesin saman (Bók lesin í fyrsta skipti) (skref 1)

Fylgjið reglunum 15; kynna titil bókarinnar (skref 2)

Kynna nafn höfundar (börn 5 ára og upp úr) (skref 2)

Börn fingrastafa nafn höfundar (skref 2)

Tileinkun bókar (ef við á) (skref 2)

Barn hefur frumkvæði að spjalli (Bók lesin í fyrsta skipti) (skref 3)

Barn talar óumbeðið um bókina (Bók lesin í þriðja skipti) (skref 3)

Barn kemur óumbeðið fram og spjallar um efnið (skref 3)

Barn sýnir áhuga á efninu (skref 3)

Talað um áhugaverð orð eftir seinni lesturinn (skref 4)

Lesgluggi notaður (skref 4)

Kanel: hugtak, tákn, orð, litur - allt tengt saman (skref 4)

Orð sýnt, leitað eftir tákni (skref 4)

Börn svara spurningum, sýna tákn og fingrastafa (skref 5)

Kennari hættir lestri (skref 5)

Dreifa ljósriti af bókinni; börnin lesa sjálf (skref 6)

Barn skoðar bókina (skref 6)

Börn skoða bók saman (skref 6)

FERLIÐ AÐ LESA SAMAN

Það að lesa saman aftur og aftur er mikilvæg nálgun fyrir börn sem eru að læra að lesa. Bæði kennarar og foreldrar geta lesið sömu bókina aftur og aftur yfir ákveðið tímabil.


Sex grundvallarskref þegar lesið er saman

1. Veljið bók sem ykkur (börnum og lesendum) finnst skemmtileg. Munið að börnin verða spennt fyrir bókinni ef þið eruð sjálf spennt fyrir henni.


2. Fylgið reglunum 15 um hvernig eigi að lesa fyrir heyrnarlaus börn þegar þið lesið bókina. Gefið ykkur tíma til að tala um:

  • (a) Bókakápuna (Hvað er á myndunum? Er sama mynd einhvers staðar inni í bókinni? Er framhlið hennar eins og bakhliðin? o.s.frv.);
  • (b) Höfundinn (Hver hann er, er hann gamall/ungur? Hvaðan kemur hann? o.s.frv.)
  • (c) Hverjum höfundurinn tileinkar bókina? Hver er þessi persóna? Hver er ástæðan fyri því að höfundurinn hefur valið hana? o.s.frv.
  • (d) Titill bókarinnar

Biðjið börnin um að giska á út frá bókarkápunni um hvað bókin fjallar. Lesið svo söguna í heild sinni.


3. Lesið bókina aftur. Það er ráðlagt að lesa bókina strax aftur eftir fyrsta lesturinn á meðan börnin eru enn áhugasöm. En bjóðið þeim í þetta skiptið að vera með þegar þau vilja. Ef lesið er fyrir hóp af börnum þá getur hvert og eitt barn komið og verið með ef og þegar það vill. Börnin gætu t.d. komið til þín þegar sagan verður fyrirsjáanleg eða eitthvað er endurtekið. En aldrei neyða börnin til að standa fyrir framan bókina og benda á hluti í textanum eða á myndunum. Ef þau koma af frjálsum vilja, leyfið þeim að lesa eða fylla í frasa sem þau þekkja, en varist að kalla börn fram sem eru ekki tilbúin að standa fyrir framan alla.


4. Talið um áhugaverð orð eftir seinni lesturinn. Talið um innihald sögunnar og söguþráðinn og um myndirnar og teikningarnar: Hvernig þær eru og leggið áherslu á það sem er viðeigandi fyrir aldur og þroska barnanna. Spyrjið börnin um staðreyndir og skoðun þeirra á sögunni, hvetjið þau til að draga ályktanir. Þið gætuð líka notað tímann til að tala um höfundinn og aðrar bækur sem hann hefur skrifað.


Að ýta undir aukinn skilning

Útskýrið hvernig ritvenjur eru':

  • 1. Blaðsíður eru lesnar frá byrjun til enda, frá vinstri til hægri.
  • 2. Textinn er lesinn en ekki myndirnar.
  • 3. Hvað er orð.
  • 4. Hvað er bókstafur.
  • 5. Hvað gera greinarmerkin.


Árangursríkar leiðir til að skilja og lesa með því að:

  • 1. útskýra merkinguna sem fyrstu og mikilvægustu vísbendinguna til að skilja orð og tákn.
  • 2. giska á.
  • 3. leiðrétta sjálfan sig.

Byggið upp og styrkið sjónrænan orðaforða. Bendið á tengslin milli bókstafs og hljóðs.


5. Haldið áfram að lesa saman með börnunum á þeim dögum sem vel gengur. Bjóðið þeim að koma fram fyrir hópinn og lesa með ykkur. Þið getið leikið söguna með því að láta börnin fá hlutverk og setningar úr sögunni eða láta þau skiptast á um að benda á þann hluta textans sem þið eruð að lesa. Notið öll tækifæri sem gefast til að sýna muninn á textanum og táknmálinu.

Annað sem þið gætuð líka gert er að skrifa nýja útgáfu af sögunni eða beðið börnin um að skrifa sína eigin sögu og nota efnivið sem börnin vinna með í þematímum. Teikna söguna, teikna nýja útgáfu, skrifa við myndirnar o.s.frv.


6. Dreifið ljósriti af sögunni til allra barnanna og hvetjið börnin til að lesa hana sjálf í lestrartímanum, (þegar hver og einn les fyrir sjálfan sig í hljóði) eða þau geta lesið söguna heima með foreldrum sínum eða öðrum uppalendum.


Ekki þurfa allir tímar að vera eins uppbyggðir þegar lesið er saman. Það fer eftir viðbrögðum barnanna og hvers konar bók er verið að lesa. Biðjið börnin um að tjá sínar eigin hugmyndir um hvað þið getið gert meira út frá bókinni (teikna myndir úr sögunni, leika söguna,.....) og fylgið þeim ef það er mögulegt. Takið síðan upp sömu sögu eftir mánuð eða tvo.