Logi - smásaga

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Höfundur: Ingunn Ýr Schram (2012)

Þýðandi: Elsa G. Björnsdóttir (2015)

Birt með góðfúslegu leyfi höfundar


{{#widget:youtube|id=zAwym6FYqDc}}


Logi - smásaga

Eitt sinn var strákur sem elskaði sykurmola. Hann borðaði alltaf sykurmola. Vegna sykurmolaátsins hætti hann að vaxa og varð 95 cm að hæð. 22 árum seinna var strákurinn Logi ennþá 95 cm á hæð. Hann var þá dvergur því hann var 30 ára. Hann var orðinn svo pirraður á að vera svona lítill. Hann gat aldrei farið í rússíbana því hann var svo lítill eða keypt föt í herradeildum og margt fleira. Einn daginn kom kall og sagðist vera frá Heimsmetabók Guinness og spurði hvort hann mætti mæla hann því hann væri kannski minnsti maður í heimi. Að loknum mælingunum tók hann niður fullt nafn hans og óskaði honum til hamingju með að vera minnsti maður í heimi.

Eftir það fór Logi til læknis vegna þess að hann vissi ekki að sykurmolarnir létu hann hætta að vaxa. Læknirinn spurði um mataræði hans. Logi svaraði að hann hefði bara borðað sykurmola. Þá sagði læknirinn honum að hann hætti að vaxa vegna sykurmolaátsins og til að stækka þyrfti hann að hætta að borða sykurmola og borða mjög fjölbreyttan mat. Logi fór þá út í búð og keypti pasta, kjöt, fisk, brauð, skyr og margt fleira.

Þegar heim var komið opnaði hann alla skápa og henti öllum sykri og sykurmolum og fyllti skápana af alvöru mat. Eftir tvo mánuði var Logi orðinn 230 cm á hæð. Þá kom aftur sami kallinn frá heimsmetabók Guinness og mældi hann og óskaði honum aftur til hamingju með að vera stærsti maður í heimi. Hefur Logi nú átt heimsmet í að hafa verið stærsti og minnsti maður í heimi.