Val á bókum fyrir börn eftir aldri

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Val á bókum eftir aldri
Val á bókum fyrir börn eftir aldri
Að velja bækur fyrir barnið
Efnisflokkur
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
Höfundaréttur
{{{copyright}}}


Kornabarn 6–12 mánaða'

Þýtt með leyfi frá höfundunum; Språk og kommunikasjon. Norge: Møller kompetansesenter

Kornabarn 6–12 mánaða

  • Bækur úr vefnaði/taui með blísturshljóði eða hlutum föstum með frönskum rennilási sem hægt er að taka í sundur.
  • Bendibækur (bækur sem hægt að benda á hluti í) með þykkri kápu með myndum af ungabörnum og andlitum.
  • Bendibækur og bækur úr taui með sterkum litum sem barnið getur haldið á og sett í munninn.
  • Bækur með myndum af hlutum sem barnið þekkir nú þegar – boltar, bangsar – bílar – koppur – blóm – önd ... .
  • Litlar bækur sem passa í litlar hendur.
  • Bækur með einföldum flettigluggum og vasa.

Smábarn 12–24 mánaða

  • Bækur með litlum hlutum sem eru fastir við bókina og hvetja barnið til þátttöku.
  • Bækur þar sem barnið getur verið þátttakandi með því að draga út hluti og opna hluti í bókinni.
  • Stórar og sterklegar, plastaðar bækur.
  • Bækur með ljósmyndum og myndum af börnum í daglegum athöfnum sem þau kannast við: sofa, borða, leika sér.
  • Góða nótt bækur sem hægt er að lesa í rúminu.
  • Bækur um það að segja BLESS og HALLÓ.
  • Bækur með fáum orðum á hverri blaðsíðu.
  • Bækur með einföldum reglum og fyrirsjánlegum texta.

Smábarn 24–36 mánaða

  • Bækur með þykkum og þunnum blaðsíðum.
  • Skemmtilegar bækur.
  • Bækur með endurtekningum, takti, reglum – bækur sem barnið getur lært utan að.
  • Bækur um börn, fjölskyldu og það að eignast vini.
  • Bækur um tilfinningar – sem hvetja barnið til að tjá sig um ólíkar tilfinningar.
  • Bækur um mat, dýr, bíla ... .
  • Orðabækur fyrir börn.

Barn 3–5 ára

  • Bækur sem segja sögur.
  • Bækur um barn/börn sem eru eins í útliti og barnið sem les og býr eins og barnið sem les – en líka bækur um ólíka staði og lífshætti.
  • Bækur um það að vera á leikskóla, bækur um það að eignast vini.
  • Bækur um það hvernig okkur líður, hvernig við bregðumst við – þróun hugtaka um tilfinningar.
  • Bækur með einföldum texta sem börnin geta munað.
  • Bækur þar sem hægt er að telja hluti, bækur með stafrófinu, orðabækur.