Valdefling heyrnarlausra

Úr SignWiki
Útgáfa frá 14. júlí 2022 kl. 08:25 eftir Arny (Spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júlí 2022 kl. 08:25 eftir Arny (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

M.A. verkefni Iðunnar Ásu Óladóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2014

Hugtakið valdefling hefur orðið áberandi innan þróunarfræðinnar síðastliðin ár þar sem áhersla er á þátttöku heimamanna í þróunarverkefnum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna áhrif valdeflingar fyrir heyrnarlausa einstaklinga sem byggir á vettvangsrannsókn í Namibíu sem fór fram í september til október árið 2012 í gegnum Samskiptamiðstöð heyrnarlausa (CCDs) í Windhoek.

Áherslan var að hluta til á þróunarverkefni Þróunarsamvinnustofnununnar Íslands (ÞSSÍ),frá árunum 2006-2010 í Namibíu. Rannsóknin fór fram með þátttökuathugun og eigindlegri aðferð sem byggði á viðtölum, samtölum og samskiptum við hóp þátttakenda. Niðurstöðurnar benda til að þrátt fyrir miklar framfarir á sviði heyrnarlausra í Namibíu eru heyrnarlausir enn útilokaðir frá menntun að miklu leyti. Menntakerfið er ekki í stakk búið til að koma til móts við þarfir heyrnarlausra og skortur á túlkaþjónustu er enn mikil hindrun.

Niðurstöður benda til þess að þrátt fyrir að einstaklingar innan sviðs er varða heyrnarlausa leggi sitt af mörkum er enn skortur á skilningi og vilja innan stjórnkerfisins til að veita undanþágur innan menntakerfisins og leggja til kostnað í túlkaþjónustu. En niðurstöður gefa einnig til kynna að valdefling sé mikilvægt hugtak fyrir þróunarverkefni er varða heyrnarlaust fólk í þróunarlöndunum og geti leitt til valdeflingar heyrnarlausra einstaklinga til langs tíma.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Valdefling heyrnarlausra