2. Regla - Bæði táknmálið og ritmálið á að vera sýnilegt

Úr SignWiki
Stökkva á: flakk, leita
Regla 2
2. Regla - Bæði táknmálið og ritmálið á að vera sýnilegt
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
2. Regla - Bæði táknmálið og ritmálið á að vera sýnilegt
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Bæði málin eru sýnileg

2. Heyrnarlausir lesendur hafa bæði málin sýnileg (táknmál og ritmál)

Heyrnarlausir einstaklingar leggja mikla áherslu á ritmálið þó þeir noti táknmál. Heyrnarlausir foreldrar gera þetta með því að hafa skrifaða textann sýnilegan á meðan þau túlka söguna á táknmál. Þannig geta börnin auðveldlega litið af foreldrinu (táknmáli) á bókina (íslensku) og skilið hvort tveggja. Þau skilja að það sem verið er að segja á táknmáli er úr bókinni.


Dæmi úr rannsókn: Mamma les fyrir heyrnarlausa barnið. Allt í einu stoppar barnið mömmuna og spyr: ,,Hvar í textanum er þetta sem þú varst að segja mér núna?“ Mamman fylgir textanum í bókinni með fingrinum, þann hluta textans sem hún var að segja á táknmáli. Barnið horfir af blaðsíðunni á mömmu sína, svo aftur á blaðsíðuna, aftur á mömmu sína og með því að kinka kolli gefur til kynna að það sé tilbúið að halda áfram með söguna. Barnið var greinilega að öðlast skilning á báðum málunum. Heyrnarlausir foreldrar vekja aftur og aftur athygli barnsins á textanum, næst tákna þau, svo benda þau aftur á textann til þess að hjálpa barninu að tengjast báðum málum.


Rannsókn hefur sýnt að heyrandi kennari sem talar táknmál reiprennandi hefur ekki textann sýnilegan fyrir börnin á meðan hann táknar. Heyrnarlaus kennari gerir það.


Hver er besta leiðin til að halda á bókinni og tákna?

Verið nálægt barninu á meðan þið lesið bók saman, sérstaklega ef barnið er mjög ungt. Með því að leyfa barninu að sitja í fangi ykkar með bókina fyrir framan ykkur bæði, eða sitja hlið við hlið í sófa með bókina opna milli fóta ykkar eða á kodda, eru hendur ykkar lausar til þess að tákna. Blíð snerting af og til mun halda athygli barsins þess ef þið sitjið á móti hvort öðru. Íslenski textinn, myndirnar og táknin eiga að vera sýnileg fyrir barnið.


Ég á bæði heyrnarlaust og heyrandi barn. Ætti ég hafa sitt hvora lesstundina?

Það er mjög mikilvægt að aðgreina málin og gera bæði málin jafngild, þannig að setja upp tíma þegar lesið er upphátt á raddmálinu og annan tíma þegar lesið er á táknmáli er góð hugmynd. Samt sem áður er ekki þörf á að lesa alltaf fyrir börnin í sitt hvoru lagi, nema þau vilji það. Heyrnarlaus börn geta haft gagn af því að sitja í tímum þegar lesið er upphátt. Þau geta náð ritma raddmálsins eða öðrum atriðum þess þó að þau heyri ekki. Heyrandi systkini þeirra læra ný tákn og auka virðingu sína fyrir táknmálinu á meðan á lestri á táknmáli stendur.Sonur minn er í almennum skóla og notar túlk. Hvort á hann að lesa bókina sjálfur eða horfa á túlkinn tákna það sem kennarinn les fyrir bekkinn?

Báðir möguleikarnir ættu að vera til staðar. Túlkurinn verður alltaf að túlka það sem kennarinn les upphátt, en bókin verður líka að vera opin fyrir framan son þinn þannig að hann geti séð textann. Þegar kennarar eru þjálfaðir í notkun túlka, verða þeir að vera minntir á að gera hlé af og til svo að heyrnarlausi nemandinn geti hvílt sig í augnablik á því að horfa á túlkinn eða litið í bókina.