Túlkar brjótast út úr eigin þægindaramma: Rannsókn á kennslu um VV sögur í menntun táknmálstúlka á Íslandi

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Lilju Írisar Long Birnudóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2023

Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í táknmálsfræði og túlkun við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um VV sögur (e. Visual Vernacular Storytelling) og notkun þeirra í kennslu táknmálstúlka á Íslandi. Rannsóknarspurning þessarar ritgerða er: Hvað græða íslenskir táknmálstúlkar á því að fá kennslu um VV sögur? Hefur það verkefni að búa til þeirra eigin VV sögur áhrif á látbrigða notkun þeirra?

Til að finna svar við þessari spurningu er hlutverk túlksins skoðað, einnig táknmálsbókmenntir og þjóðsögur með áherslu á VV sögur. Rætt er um VV sögurnar út frá máli og uppbyggingu þeirra, hlutverk þeirra sem form táknmálsbókmennta og sem hluti af menningarsamfélag döff. Einnig voru tekin viðtöl við tvo döff táknmálsfræði kennara við Háskóla Íslands, og auk þess send út rafræn könnun til fyrrum táknmálsfræði og -túlkunemenda. Viðtölin og könnunin voru gerð til að ná persónulegri upplifun og skoðun kennara og nemendanna á kennslu VV sagna.

Niðurstöður leiddu í ljós að þeir nemendur sem fá kennslu í VV sögum græða, meðal annars, meira öryggi í þeirra táknmálstjáningu og túlkun, betri skilning á döff menningu og bókmenntum, og betri skilning og notkun látbrigða.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Túlkar brjótast út úr eigin þægindaramma: Rannsókn á kennslu um VV sögur í menntun táknmálstúlka á Íslandi