Lestraraðstæður og hvað geta foreldrarnir gert

Úr SignWiki
Útgáfa frá 17. september 2013 kl. 09:20 eftir Arny (Spjall | framlög) Útgáfa frá 17. september 2013 kl. 09:20 eftir Arny (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search
Börn, lestraraðstæður og hvað geta foreldrarnir gert
Lestraraðstæður og hvað geta foreldrarnir gert
Aðstæður við lestur
Efnisflokkur
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
Höfundaréttur
{{{copyright}}}


0 -6 mánaða

Mynd1.shh.jpg

Látið barnið sitja þannig að það geti séð andlit ykkar og myndirnar í bókinni. Hvernig þið sitjið er mjög mikilvægt.

  • Leyfið barninu að klappa á myndirnar og tjá sig. Leyfið barninu að fylgjast með, taka eftir og leika með bókina.
  • Notið einföld tákn, stuttar setningar, gerið táknin hægt og skýrt.
  • Notið mikið og ýktar munnhreyfingar og hreyfingar handa þegar þið talið með barnið á táknmáli.


Dæmi

  • hundurinn segir voff, voff
  • kýrin segir mú
  • kísan segir mjá,mjá
  • öndin kvakar


Athugið hreyfingar handa, hvar hendurnar eru og munnhreyfingarnar sem þið notið.

6 - 12 mánaða

6-12man.jpg

Haldið á barninu svo að það sitji stöðugt/fast og vel, andlit á móti andliti, í fanginu eða á handleggnum.

  • Fylgist með þörf barnsins að halda sjálft á bókinni.
  • Fylgist með merkjum barnsins fyrir MEIRA og STOPP.
  • Bendið á hlutina og nefnið myndir sem gefa frá sér hljóð: hundur, kýr, og hvernig dýrin gera hljóðin.
  • Börnin fylgjast með tónfallinu og hrynjanda sem sýnt er með hreyfingum handa og kraft táknanna.
  • Notið einföld tákn, stuttar setningar, gerið táknin hægt og skýrt.

12-18 mánaða

Tumblr ltxjngfnDJ1qbyyzc.jpg

Bregðist við óskum barns að lesa. Leyfið barninu að ákveða hvað það vill gera með bókina.

  • Byrjið að leika með dýrahljóð.
  • Munið eftir að barnið hefur stutta einbeitingu í einu.
  • Leyfið barninu að benda á/lyfta á flipa í bók. Styrkið tákn og frasa sem barnið þekkir: O, hvað er það sem er hér undir ...?
  • Mjög mikilvægt er að endurtaka.
  • Sýnið ánægju þegar barnið svarar (þó ekki rétt sé). Ef ekki rétt, þá gerið þið rétt tákn og barnið endurtekur.


Mikilvægast er að barnið svari!

18-24 mánaða

Publication1.jpg

Veljið bækur í samræmi við þekkingu og kunnáttu barns.

  • Lesið bækur á hverju kvöldi áður en barnið fer í háttinn.
  • Haldið áfram að tengja merkingu saman við það sem barnið sér.
  • Hvetjið barnið að tjá sig óspurt, oft með því að gera hlé.
  • Reynið að sleppa athugasemdum þegar á ekki við.

24-36 mánaða

24-36man.jpg

Reynið að lesa í hvert einasta skipti þegar barnið biður ykkur um það eða vill gera eitthvað með ykkur; (oft kemur barnið með bókina).

  • Verið tilbúin að lesa sömu sögu aftur og aftur.
  • Tengið innihald bókarinnar/sögunnar við eigin reynslu barns og upplifun.
  • Þróið færni barns að hugsa í réttri röð.
  • Svarið athugasemdum barnsins og haldið áfram að þróa málið í svörunum með auka upplýsingum og endurtaka málfræðilega rétt það sem barnið sagði.
  • Finnið blað og blýanta og leyfið barninu að teikna.
  • Spjallið um myndina/myndirnar sem barnið teiknar út frá bókinni.

3 ár

Mynd3.jpg

Sitjið þannig að hendur ykkar eru lausar, andlit á móti andliti. Þið getið setið í sofa eða á gólfinu. Gott væri ef barn og þið getið stutt baki við eitthvað.

  • Spyrjið: Hvað gerist hér? Hvað mun gerast/gerist á eftir? (passið ykkur á að láta ekki eins og þið séuð að prófa færni barns; þarf að vera eðlilegt);
  • Hvetjið barnið að teikna og skrifa;
  • Leyfið barninu að segja frá og svarið jákvætt/ sýnið jákvæð viðbrögð;
  • Styrkjið augnsamband;
  • Þróið málþroska barns með því að byggja á eigin reynslu þess;

Bókin þarf að vera sýnileg

Hafid bokina synilega .jpg

Alltaf, óháð aldri barns

  • Notið endurtekningu;
  • Notið rétt nöfn á hlutunum;
  • Notið einfaldar setningar (1-3 ára);
  • Bíðið, gerið hlé;
  • Gefið barninu tíma að skilja það sem þið segið á táknmáli;
  • Verið góð málfyrirmynd;
  • Bætið meira og meira við mál barnsins;
  • Aukið táknaforðann;
  • Notið umorðun;
  • Notið óklaraðar setningar þar sem barnið klárar þær sjálft (eftir aldri og færni barns);
  • Talið eðlilega;
  • Þið og barnið verðið að geta séð bókina;