Úr ævi og starfi íslenskra kvenna: Margrét Rassmus

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Margrét Rasmus skólastjóri Málleysingjaskólans í Reykjavík gerðist ung kennari heyrnarlausra og helgaði þeim ævistarf sitt. Hún lærði kennsluaðferðir fingramáls í Kaupmannahöfn og kenndi við málleysingjaskólann á Stóra-Hrauni. Hún varð skólastjóri þegar skólinn fluttist til Reykjavíkur árið 1908 og gerðist brautryðjandi í kennsluaðferð fyrir mál- og heyrnarlausa sem ruddi sér til rúms snemma á 20. öld, svokallaðri varalestursaðferð. Í þættinum er einnig rakin saga menntunar heyrnarlausra og mállausra á Íslandi.

Þáttaröðin Úr ævi og starfi íslenskra kvenna var flutt í útvarpinu á áttunda áratugnum. Þátturinn um Margréti Rasmus var frumfluttur 20. mars 1985.

Táknmálsútvarp er samstarf Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og RÚV. Þátturinn var í umsjón Bjargar Einarsdóttur.

Flytjandi á táknmáli er Auður Sigurðardóttir.

Tæknimaður SHH: Tómas Á. Evertsson