Mannlegi þátturinn, viðtal við Júlíus Birgi Jóhannsson, des 2022

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

36 táknmálsafsteypur

Við fengum Júlíus Birgir Jóhannsson í viðtal í dag, en hann missti alla heyrn fyrir 5 árum og sjónin minnkaði mjög mikið, í dag hefur hann einungis 10-15 gráðu sjón á hvoru auga. Ekki er vitað hvað olli þessu heyrna- og sjóntapi hjá Júlíusi, en hann ákvað strax og heyrnin byrjaði að versna að læra táknmál hjá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra, en tók eftir því þar að mörg áttu erfitt með að skilja táknin á plakatinu sem sýndi öll táknin og hreyfingu þeirra. Hann lagði höfuðið í bleyti og til að gera langa sögu stutta þá bjó hann til afsteypur af höndum að gera öll táknin í íslenska stafrófi táknmálsins, með punktaletri ásamt skrifmáli á fallegri og sterkri undirstöðu og eru allar 36 hendurnar í mismunandi lit, allt til að auðvelda nemendum við að læra táknmálið. Júlíus Birgir sagði okkur sína sögu og sögu táknmálshandanna í þættinum í dag. Lilja Þórhallsdóttir, ráðgjafi hjá Sjónstöðinni kom með Júlíusi sem táknmálstúlkur.

Gunnar Hansson tók viðtalið og stýrði þættinum.

Textinn fenginn af heimasíðu Ruv.is [1]