Réttindabarátta döff fólks

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Steinu Rúnar Daníelsdóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2007

Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í táknmálsfræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar eru réttindi döff einstaklinga og réttindi hinsegin fólks. Ritgerðin er skrifuð með það að leiðarljósi að sjá hverjar hliðstæður þessara tveggja hópa eru þegar kemur að réttindabaráttu þeirra og stöðu réttinda í dag. Ritgerðin skiptist upp í tvær hliðar, döff hliðina og hinsegin hliðina. Rætt er almennt um táknmálsfræði ásamt helstu atriðum sem hafa ber í huga þegar döff samfélagið er rannsakað og gerð grein fyrir fræðilegum forsendum og hvaða fræðigreinar falla undir táknmálsfræði. Þá er fjallað um hinsegin málefni og fræðilegar greinar hennar og loks eru þessi tvö málefni, döff og hinsegin fræði, borin saman. Sá samanburður er svo meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar Farið er yfir merkisviðburði í sögu döff erlendis, merkisviðburði í sögu döff á Íslandi og því næst er lagaramminn skoðaður. Sömu aðferð er beitt í yfirferð á málefnum hinsegin fólks. Þá er gerður samanburður á tímalínum réttindabaráttu beggja hópa. Loks er fjallað um þau réttindi sem ekki hafa unnist fyrir báða hópa, notast er við sömu uppröðun þar sem fyrst er skoðuð óunnin réttindi döff fólks, síðan óunnin réttindi hinsegin fólks og gerður samanburður á þessum tveimur köflum. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að báðir hópar hafa ekki fengið fullt jafnrétti hér á landi og að líkindi finnast í baráttu þessara tveggja hópa. Bæði sjást líkindi í hvenær baráttan á sér stað sem og með hvaða hætti. Þó er baráttan ekki unnin og margt sem enn þarf að berjast fyrir.


Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Réttindabarátta döff fólks