Viðhorf almennings til íslenska táknmálsins: Kannað út frá aldri og kyni

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Söndru Helgadóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2020

Rannsókn þessi er framkvæmd til þess að fá innsýn í viðhorf almennings gagnvart íslensku táknmáli (ÍTM). Um leið er kannað hvort niðurstöður séu ólíkar eftir kyni eða aldri þátttakenda. Útbúinn var spurningalisti og honum dreift í gegnum samfélagsmiðla. Við gerð könnunarinnar var unnið eftir megindlegum aðferðum og helsta markmiðið að setja fram lýsandi gögn. Rannsókn af þessu tagi, á viðhorfi almennings til táknmálsins, hefur ekki verið framkvæmd hérlendis, svo vitað sé til.

Gögnin leiða í ljós að fólk sé almennt jákvætt í garð ÍTM, sýnileika þess og gagnvart því að táknmálið sé jafngildur tjáningarmáti íslenskunnar. Lítill munur er á niðurstöðum eftir aldri en frekar munur eftir kyni þó hann sé ekki mjög afgerandi. Konur virðast örlítið jákvæðari í garð ÍTM en karlar, en karlar hallast þó einnig í jákvæða átt en segjast í meira mæli vera hlutlausir. Sú vísbending sem þessi rannsókn gefur um að viðhorf almennings til ÍTM sé almennt jákvætt mætti nýta sem lóð á þá vogarskál að ÍTM fái í reynd þá stöðu í íslensku samfélagi sem það hefur fengið í lögum. Móttækileiki samfélagsins virðist vera til staðar þó að viss vanþekking á málefnum táknmálstalandi sé það einnig, og meira mætti því gera til að kynna ÍTM og knýja á um framfarir.


Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Viðhorf almennings til íslenska táknmálsins: Kannað út frá aldri og kyni